Enski boltinn

Lehmann er reiður

NordcPhotos/GettyImages

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. Hann er orðinn hundleiður á að sitja á bekknum hjá Arsenal og vandar stjóra sínum ekki kveðjurnar.

Lehman er vanur að tjá sig afdráttarlaust þegar hann er ekki sáttur við gang mála og gerði það með tilþrifum í samtali við þýska blaðið Kicker í dag. Gremja hans beinist mikið að Arsene Wenger og markverðinum Manuel Almunia.

"Mér finnst ekki gaman að þurfa að sitja á bekknum fyrir mann sem byrjaði ekki að fá að spila fyrr en eftir þrítugt. Ég er mjög reiður. Ég ákvað að vera áfram hjá Arsenal til að reyna að vinna sigur í Meistaradeildinni og af því ég sá góða möguleika á að fá að spila. Ef stjórinn hefði sagt mér fyrir tímabilið að ég yrði svona mikið á bekknum - hefði ég væntanlega hugsað mig betur um," sagði Lehmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×