Erlent

Obama búinn að kjósa

Obama kaus í Shoesmith grunnskólanum Chicago fyrr í dag ásamt Michelle eiginkonu sinni. Með í för voru dæturnar Malia og Sasha.
Obama kaus í Shoesmith grunnskólanum Chicago fyrr í dag ásamt Michelle eiginkonu sinni. Með í för voru dæturnar Malia og Sasha. MYND/AFP

Barack Obama og Michelle eiginkona hans greiddu atkvæði í Shoesmith-grunnskólanum í Chicago fyrr í dag. Þangað mætti Obama með fjölskyldu sinni. Hjónin tóku sér rúmlega 20 mínútur til að fara greiða atkvæði en samhliða forsetakosningnunum fara kosningar um fjölmörg mál.

,,Ég vona að þetta virki. Annars verður þetta mjög vandræðalegt," sagði Obama þegar hann kaus.

Mótframbjóðandi Obama John McCain kýs í Phoenix í heimafylki hans, Arizona.

Búist er við mikilli kjörsókn í einhverjum umtöluðustu forsetakosningum síðari tíma. Ein vísbending um að kjörsókn verði mikil er að yfir tuttugu milljónir manna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Það er metfjöldi.

Klukkan tíu mínútur fyrir tólf í kvöld mun Stöð 2 tengjast beint við CNN fréttastofuna og áhorfendur stöðvarinnar geta því fylgst beint með bandarískum kosningasjónvarpi. Sú útsending verður í opinni dagskrá.






Tengdar fréttir

Í öruggu skjóli

Kompás heimsótti kólumbískar flóttakonur fyrir ári síðan til Ekvador þaðan sem þær komu til Íslands í leit að betra lífi. Við kynnumst lífi tveggja þessara kvenna á Íslandi sem bjuggu við hörmulegar áður en þær komu hingað til lands.

Fyrstu tölur Obama í vil

Fyrstu tölur frá bandarísku forsetakosningunum eru Barack Obama í vil en hann hefur tryggt sér atkvæði fimmtán kjörmanna af tuttugu og einum í þorpinu Dixville Notch í New Hampshire-ríki.

Búið að opna kjörstaði í Bandaríkjunum

Dýrustu forsetakosningar sögunnar hófust í Bandaríkjunum fyrir klukkustund. Barack Obama er sigurstranglegri en John McCain samkvæmt skoðanakönnunum.

Íbúar í Obama halda með Barack

Íbúar fiskibæjarins Obama í Japan undurbúa nú heljarinnar veislu og kosningavöku til að fylgjast með gengi nafna síns í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Um 50 bæjarbúar í stuttermabolum með áletruninni „Ég elska Obama“ æfðu um helgina húladans til að fagna frambjóðandanum, sem fæddist í Honolulu. Þeir vonast til að hann sigri kosningarnar, og heimsæki bæinn þegar hann er orðinn forseti Bandaríkjanna.

Tímamótakosningar

Í dag verður kosið til embættis forseta Bandaríkjanna, sem talið er það valdamesta í heimi. Demókratinn Barack Obama yrði fyrsti blökkumaðurinn í embættinu næði hann kjöri. Repúblíkaninn John McCain yrði elsti Bandaríkjaforseti sögunnar ef hann bæri sigur úr býtum. En hvaða menn eru þetta? Fyrir hvað standa þeir og er þeim treystandi? Og hvaða máli skiptir það Íslendinga hvor þeirra nær kjöri? Guðjón Helgason kynnti sér frambjóðendurna.

Juncker vill sjá Obama í forsetastól

Nokkrir af leiðtogum Evrópusambandsríkja lýstu því yfir í dag að þeir vonuðust til að Barack Obama myndi sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×