Erlent

Verkmannaflokkurinn sækir enn í sig veðrið

MYND/AP

Verkamannaflokkurinn undir forystu Gordons Brown sækir enn í sig veðrið í Bretlandi fyrir frammistöðuna í fjármálakreppunni ef marka má nýja skoðanakönnun breska blaðsins Times.

Samkvæmt henni nýtur Verkamannaflokkurinn stuðnings 35 prósenta kjósenda í Bretlandi sem er fimm prósentustigum meira en í síðasta mánuði. Íhaldsflokkurinn mælist enn með meira fylgi, eða 41 prósent. Munurinn á flokkunum var hins vegar vel á annan tug prósenta fyrir um tveimur mánuðum en síðan hefur degið saman með þeim.

Könnun Times sýnir enn fremur að 52 prósent telja Brown bestan til að stýra þjóðinni í fjármálakreppunni en 32 prósent segja að David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, eigi að gera það. Þrátt fyrir þetta telja 42 prósent að Cameron sé bestur til að leiða þjóðina eftir næstu kosningar en þær verða fyrir árið 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×