Erlent

Dönsk sveitarfélög þurfa að skerða framlög til skóla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjörutíu og fjögur af 98 sveitarfélögum Danmerkur þurfa að skerða fjárframlög til grunnskóla sinna verulega.

Niðurskurðurinn kemur, að sögn formanns félags grunnskólakennara í Danmörku, verst niður á nemendum með ýmsar sérþarfir, til að mynda þeim sem þurfa á sérkennslu að halda eða einhvers konar sérstöku kennsluefni sem viðkomandi skóli þarf að festa kaup á.

Formaður kennarafélagsins kveður það nánast árlegan viðburð að skólarnir fái ekki þær upphæðir sem þeim eru skammtaðar í fjárhagsáætlunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×