Erlent

Boða nýja hryðjuverkaárás

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Osama bin Laden.
Osama bin Laden.

Fregnir berast nú af því að al Qaeda-samtökin undirbúi árás sem verði mun umfangsmeiri en hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september árið 2001.

Þetta mun heimildamaður í innsta hring samtakanna hafa sagt dagblaðinu al Quds al-Arabi sem gefið er út í London og er á arabísku. Heimildamaðurinn segir sveit manna, sem verið hafi í þjálfun úti um allan heim, muni gera árásina sem skráð verði á spjöld sögunnar. Sveit þessi mun taka við fyrirmælum frá bin Laden sjálfum milliliðalaust að sögn viðmælanda blaðsins.

Breskar leyniþjónustustofnanir segja múslima þar í landi herskáa og að stórir hópar þeirra hafi fengið þjálfun í hryðjuverjum. Því geti farið að draga til tíðinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×