Erlent

Leitar nýrra heimkynna fyrir íbúa Maldíveyja

Frá Maldíveyjum
Frá Maldíveyjum

Mohamed Nasheed, sem tók í dag við embætti forseta Maldíveyja, bíður heldur óvenjulegt verkefni. Það er að finna þjóð sinni ný heimkynni.

Fram kemur á fréttavef CNN að töluverðar líkur séu á því að eyjarnar fari undir vatn vegna áhrifa loftlagsbreytinga. Stærstur hluti Maldíveyja, sem eru suðusuðvestur af Indlandi, liggur aðeins einn og hálfan metra yfir sjávarmáli og óttast menn þar á bæ að eyjarnar fari á kaf þegar yfirborð sjávar hækkar með bráðnun jökla.

Eyjarnar eru fjölsóttar af ferðamönnum og vilja stjórnvöld leggja til hliðar töluvert af tekjum sínum úr ferðaþjónustu í sjóð til að kaupa nýtt land. Nasheed segir að leitað hafi verið til nokkurra þjóða um kaup á landi sem hafi ekki tekið illa í hugmyndina. Meðal þeirra landa sem nefnd hafa verið til sögunnar eru Srí Lanka og Indland og Ástralía. Íbúar Maldíveyja eru um 370 þúsund talsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×