Erlent

Sex íslenskir hestar drápust á Jótlandi

Sex íslenskir hestar drápust í eldingaveðri, sem gekk yfir Norðvestur-Jótland í Danmörku í fyradag. Þetta var í Lemvig og voru hrossin í beitarhólfi, sem girt var af með rafmagnsgirðingu.

 

Eldingum sló niður í girðinguna með þessum afleiðingum og eyðilögðust raflagnir til nærliggjandi húsa. Eigendur hestanna voru ekki heima þegar þetta gerðist, en þegar þeir komu heim voru allir hestarnir dauðir og hafa líklega drepist samstundis. Ekki kemur fram í frétt Jótlandspóstsins hvort þetta voru tamdir gæðingar, en eigendurnir eiga sjö íslenska hesta til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×