Enski boltinn

Kinnear neitar að hafa rætt við Sunderland

NordicPhotos/GettyImages

Joe Kinnear, settur knattspyrnustjóri Newcastle, hefur þvertekið fyrir þær sögusagnir að hann hafi sett sig í samband við keppinautana í Sunderland og lýst yfir áhuga sínum á að gerast eftirmaður Roy Keane.

Kinnear hefur stýrt Newcastle síðan Kevin Keegan hætti en grannliðið í norðausturhluta Englands er nú að leita sér að stjóra eftir að Roy Keane hætti á dögunum.

Því var reyndar haldið fram í sunnudagsblöðunum að Ricky Sbragia gæti fengið að halda áfram með Sunderland eftir að liðið hefur unnið tvo af þremur leikjunum sem hann hefur stýrt því.

Kinnear segir ekkert til í því að hann hafi rætt við Sunderland. "Ég er hræddur aum að einhver hafi fengið sér of mikið jólaöl. Maður heyrir nýja sögu í hverri viku. Maður er alltaf að heyra að Kevin Keegan sé að koma aftur eða að Alan Shearer sé að taka við liðinu. Núna á ég að vera að fara til Sunderland. Ég veit ekki hvaðan fjölmiðlar hafa þessar sögur, ég er upp með mér að fá að gegna starfinu sem ég gegni í dag og mun standa við samning minn," sagði Kinnear sem er samningsbundinn Newcastle út leiktíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×