Enski boltinn

Framtíð Pienaar í óvissu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Pienaar.
Steven Pienaar.

Steven Pienaar segist þurfa að leita sér að öðru liði ef ekki verður gengið frá framtíð hans hjá Everton á næstunni. Þessi 26 ára leikmaður er á lánssamningi frá þýska liðinu Borussia Dortmund.

„Ég get ekki beðið mikið lengur eftir að Everton gangi frá kaupum á mér. Ef það gerist ekki á næstunni verð ég að líta kringum mig," sagði Pienaar.

Klásúla í samningi leikmannsins segir að Everton geti keypt hann fyrir 2,2 milljónir punda en þeir verða þó að nýta sér þann kost í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×