Innlent

BHM ítrekar kröfu um að ráðherra dragi auglýsingu til baka

Bæði BHM og starfsmannafélag á vegum Vegagerðarinnar hefur hvatt Kristján L. Möller samgönguráðherra til að draga auglýsingum um embætti vegamálastjóra til baka.
Bæði BHM og starfsmannafélag á vegum Vegagerðarinnar hefur hvatt Kristján L. Möller samgönguráðherra til að draga auglýsingum um embætti vegamálastjóra til baka. MYND/Pjetur

Bandalag háskólamanna sættir sig ekki við svör Kristjáns L. Möller samgönguráðherra vegna auglýsingar á embætti vegamálastjóra og ítrekar kröfu sína um að ráðherra dragi auglýsinguna til baka. Þá vill bandalagið staðan verði augýst að nýju þannig að gegnsæi sé tryggt og ráðuneytið verði ekki af hæfum umsækjendum.

Bandalagið sendi ráðherra bréf og kvartaði undan því að of þröng hæfisskilyrði væru sett í auglýsingunni en krafist var háskólamenntunar í verkfræði eða sambærilegra menntunar. Ráðherra sagði í svarbréfi sínu til BHM að með því að setja fram þessar kröfur í auglýsingu væri verið að tryggja gagnsæi. Átt hefði verið við háskólamenntun sem geti verið á öðrum sviðum en verkfræði, þó þannig að umsækjandi hafi lokið meistaraprófi eða kandídatsprófi samkvæmt eldra skipulagi háskólanáms.

Að mati BHM var það alls ekki til að auka gegnsæi auglýsingarinnar að tilgreina verkfræði eða sambærilega menntun þegar átt var við að menntunarkrafa væri að lágmarki meistarapróf eða kandidatspróf.

Segir BHM enn fremur að með hliðsjón af þeim fyrirspurnum sem bandalaginu bárust vegna þessarar auglýsingar og þeim upplýsingum sem fram komu í dag um það hverjir umsækjendur eru, en þeir eru tíu talsins, megi það ljóst vera að með auglýsingu sinni hafi samgönguráðuneytið orðið af mjög hæfum umsækjendum með meistaranám eða kandídatspróf á öðrum sviðum, s.s. í lögfræði og viðskiptafræði. Því ítreki bandalagið kröfu sína um auglýsingin verði dregin til baka og staðan auglýst að nýju þannig að gegnsæi sé tryggt og ráðuneytið verði ekki af hæfum umsækjendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×