Innlent

Eldur í rafmagsspenni í álveri Alcoa í Reyðarfirði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað að álveri Alcoa í Reyðarfirði laust fyrir klukkan eitt þar sem eldur hafði komið upp í rafmagsspenni í kerskála B.

Að sögn slökkviliðs mun spennirinn hafa ofhitnað og var slökkvilið skamma stund að slökkva eldinn. Enginn mun hafa verið í hættu þegar eldurinn kom upp og engar tafir verða á vinnu í kerskálanum vegna brunans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×