Innlent

Umferð hleypt í gegn í hollum á Reykjanesbraut

Lögregla er nú farin að hleypa umferð í hollum framhjá slysstaðnum á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara, þar sem harður árekstur tveggja bíla varð um klukkan hálf sjö í morgun.

Fimm manns meiddust í slysinu og voru fluttir á sjúkrahús en enginn mjög alvarlega. Beita þurfti klippum til að ná öðrum ökumanninum úr bílflakinu. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og var höggið mikið þegar þeir rákust á.

Tildrög liggja ekki fyrir en fljúgandi hálka var á brautinni þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×