Enski boltinn

Beckham orðinn tekjuhæstur á ný

NordcPhotos/GettyImages

David Beckham er aftur kominn á toppinn á lista tekjuhæstu knattspyrnumanna heims ef marka má úttekt franska tímaritsins France Football.

Beckham er sagður hafa rakað inn 3,5 milljörðum króna á síðustu leiktíð og hirðir toppsæti listans af Ronaldinho hjá Barcelona sem kemur næstur með 2,7 milljarða.

Þriðji á listanum er sagður Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona sem ku hafa fengið 2,6 milljarða í laun á síðustu leiktíð.

Beckham var tekjuhæsti leikmaður heims fyrir tveimur árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×