Enski boltinn

Mourinho fékk helmingi hærri laun en næsti maður

Jose Mourinho þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum þó hann sé heimavinnandi í dag
Jose Mourinho þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum þó hann sé heimavinnandi í dag NordcPhotos/GettyImages

Franska tímaritið France Football hefur birt áhugaverða samantekt yfir launahæstu knattspyrnustjórana í bransanum. Jose Mourinho ber þar höfuð og herðar yfir aðra stjóra.

Mourinho var sem kunnugt er látinn fara frá Chelsea og hann á það sameiginlegt með nokkrum af tekjuhæstu stjórunum að hafa fengið vænar summur í vasann þegar hann var látinn taka pokann sinn.

Fabio Capello er í öðru sæti listans og komst þangað eftir ríkulegan starfslokasamning sinn við Real Madrid.

Hér er listi France Football yfir tekjuhæstu stjórana í Evrópu árið 2007:

Jose Mourinho - 3,323 milljónir króna

Fabio Capello - 1,627

Alex Ferguson - 848

Juande Ramos - 873

Sven-Göran Eriksson - 813

Arsene Wenger - 733

Martin Jol - 664

Vicente del Bosque - 596

Roberto Mancini - 573

Frank Rijkaard - 550




Fleiri fréttir

Sjá meira


×