Innlent

Samið um lagningu Óshlíðarganga

Frá undirritun samninga í dag.
Frá undirritun samninga í dag. MYND/Hafþór Gunnarsson

Skrifað var undir samning um lagningu Óshlíðarganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur í dag.

Samningurinn var gerður á milli Vegagerðarinnar annars vegar og Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors frá Sviss hins vegar en samið var við fyrirtækið að undangengnu útboði.

Framkvæmdir við göngin hefjast innan tíðar. Þau verða fimm kílómetra löng en auk þess verða byggðar tvær nýjar brýr og vegakaflar beggja vegna ganganna. Þegar til kemur verður einn hættulegasti vegarkafli á landinu úr sögunni. Þar fellur grjót iðulega á veginn, snjóflóð falla á hann að vetrarlagi og í stórviðrum gengur sjór stundum upp á veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×