Innlent

Eins mánaðar fangelsi fyrir vörslu marijúana

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni um 114 grömm af marijúana sem lögregla fann við húsleit.

Maðurinn játaði sök í málinu og var því sakfelldur en hann hafði nokkrum sinnum áður komist í kast við lögin. Með hliðsjón játningunni, magni efnanna og þess að þau voru ætluð til sölu þótti eins mánaðra fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára, hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×