Innlent

Geir til Norður-Ameríku með áætlunarflugi

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir Haarde forsætisráðherra verður í Boston í Bandaríkjunum og St. John's á Nýfundnalandi, Kanada, dagana 10.-16. apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að hann ferðist með áætlunarflugi.

„Hann verður ræðumaður við sérstaka athöfn við Brandeis-háskóla í Boston 11. apríl. Þá hefur hann þekkst boð Memorial-háskólans í St. John's um að flytja árlegan hátíðarfyrirlestur kenndan við John Kenneth Galbraith 15. apríl nk," segir einnig. Í þeirri heimsókn mun hann funda með forsætisráðherra Nýfundalands og Labradors og undirrita þeir samstarfsyfirlýsingu milli fylkisins og Íslands.

Þá segir að viðamikil dagskrá hafi verið skipulögð fyrir ráðherra dagana 14.-16. apríl í St. John´s, þar sem m.a. er gert ráð fyrir tveimur fyrirlestrum, þátttöku í málstofum í hagfræði- og stjórnmálafræðideildum Memorial-háskóla. Geir mun veita kanadískum fjölmiðlum viðtöl og sitja fund í hafrannsóknastofnun Nýfundnalands. „Memorial-háskóli greiðir ferðakostnað ráðherra auk þóknunar fyrir fyrirlesturinn sem rennur til forsætisráðuneytisins. Flogið verður báðar leiðir með áætlunarflugi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×