Innlent

Svavar verður fulltrúi í Addis Ababa samhliða sendiherrastörfum

Svavar Gestsson er hér ásamt konu sinni, Guðrúnu Ágústsdótttur og Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Svavar Gestsson er hér ásamt konu sinni, Guðrúnu Ágústsdótttur og Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. MYND/Ragna Sara

Svavar Gestsson sendiherra verður fulltrúi Íslands í Addis Ababa í Eþíópíu næstu sex mánuði og á hann að fylgja eftir og efla enn frekar samstarf Íslands við Afríkusambandið og einstök Afríkuríki.

Þetta kom fram í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um utanríkismál á Alþingi í dag. Svavar mun sinna þessu starfi samhliða sendiherrastarfi í Danmörku. Verkefni Svavars verða fram að þeim tíma sem kosið verður í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en ekki liggur fyrir hvort Ísland verði áfram með fulltrúa í Eþíópíu eftir það.

Á síðasta ári fékk Ísland áheyrnarfulltrúa í Afríkusambandinu og er ákvörðunin um sérstakan fulltrúa í Eþíópíu liður í því að fylgja eftir og efla enn frekar tengsl við Afríkuríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×