Álfheiður spyr ítarlega um flug til Búkarest 8. apríl 2008 10:46 MYND/GVA Álfheiður Ingadóttir, þingamaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til munnlegs svars um flug ráðherra í einkaþotu á fund NATO í Búkarest í síðustu viku. Álfheiður spyr hver heildarkostnaður hafi verið við flugferð forsætis- og utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði í einkaþotunni. Þá vill hún einnig fá upplýsingar um hver heildarkostnaðurinn hefði verið ef flogið hefði verið með ódýrasta áætlunarflugi. Álfheiður spyr einnig með hvaða hætti allra leiða hafi verið leitað við að finna ódýrasta áætlunarflug og halda kostnaði við ferðina niðri og jafnframt hversu mikill afslátturinn af einkaþotunni hafi verið og á hvaða forsendum hann hafi verið veittur. Fram hefur hefur komið í málflutningi ráðherra að gerður hafi verið góður samningur við Icejet vegna málsins en að heiðursmannasamkomulag hafi verið gert um að greina ekki frá kostnaðinum. „Ef dýrara er að fljúga með einkaþotu en áætlunarflugi, jafnvel þótt afsláttur sé veittur á flugi með einkaþotu, hvers vegna var þá ekki ódýrari leiðin valin?" spyr Álfheiður enn fremur. Hún innir forsætisráðherra enn fremur eftir því hvort hann telji það gagnsæja og góða stjórnsýslu að halda upplýsingum um kostnað við ferðir æðstu embættismanna leyndum og spyr ef svo sé á hvaða forsendum og með hagsmuni hverra að leiðarljósi sé samið um slíkt. Loks spyr Álfheiður hvort ráðherra telji það gott fordæmi, m.a. í umhverfislegu tilliti og með tilliti til hvatningar opinberra aðila til almennings um að draga saman neyslu vegna óvissu í efnahagsmálum, að æðstu embættismenn fljúgi um í opinberum erindagjörðum í einkaþotum. Þetta er ekki fyrsta fyrirspurn Álfheiðar um ferðalög ráðamanna því í síðustu viku lagði hún fram fyrirspurn þar sem óskað var upplýsinga um allar utanferðir ráðherra frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í fyrra og kostnað við þær. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Álfheiður Ingadóttir, þingamaður Vinstri - grænna, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn til munnlegs svars um flug ráðherra í einkaþotu á fund NATO í Búkarest í síðustu viku. Álfheiður spyr hver heildarkostnaður hafi verið við flugferð forsætis- og utanríkisráðherra ásamt fylgdarliði í einkaþotunni. Þá vill hún einnig fá upplýsingar um hver heildarkostnaðurinn hefði verið ef flogið hefði verið með ódýrasta áætlunarflugi. Álfheiður spyr einnig með hvaða hætti allra leiða hafi verið leitað við að finna ódýrasta áætlunarflug og halda kostnaði við ferðina niðri og jafnframt hversu mikill afslátturinn af einkaþotunni hafi verið og á hvaða forsendum hann hafi verið veittur. Fram hefur hefur komið í málflutningi ráðherra að gerður hafi verið góður samningur við Icejet vegna málsins en að heiðursmannasamkomulag hafi verið gert um að greina ekki frá kostnaðinum. „Ef dýrara er að fljúga með einkaþotu en áætlunarflugi, jafnvel þótt afsláttur sé veittur á flugi með einkaþotu, hvers vegna var þá ekki ódýrari leiðin valin?" spyr Álfheiður enn fremur. Hún innir forsætisráðherra enn fremur eftir því hvort hann telji það gagnsæja og góða stjórnsýslu að halda upplýsingum um kostnað við ferðir æðstu embættismanna leyndum og spyr ef svo sé á hvaða forsendum og með hagsmuni hverra að leiðarljósi sé samið um slíkt. Loks spyr Álfheiður hvort ráðherra telji það gott fordæmi, m.a. í umhverfislegu tilliti og með tilliti til hvatningar opinberra aðila til almennings um að draga saman neyslu vegna óvissu í efnahagsmálum, að æðstu embættismenn fljúgi um í opinberum erindagjörðum í einkaþotum. Þetta er ekki fyrsta fyrirspurn Álfheiðar um ferðalög ráðamanna því í síðustu viku lagði hún fram fyrirspurn þar sem óskað var upplýsinga um allar utanferðir ráðherra frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í fyrra og kostnað við þær.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent