Innlent

Rektor HR treystir dómgreind Kristínar

Svafa Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík.
Svafa Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík. Mynd/ Anton Brink.

Svafa Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík, segist treysta dómgreind Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, til þess að meta mál Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Eins og kunnugt er var Hannes Hólmsteinn Gissurarson dæmdur til að greiða ekkju Halldórs Laxness eina og hálfa milljón í bætur fyrir brot á höfundarrétti. Kristín sendi Hannesi bréf í síðustu viku þar sem hún átaldi vinnubrögð hans en sagðist lögum samkvæmt ekki geta áminnt hann. „Kristín er með allar forsendur til að meta þetta mál, svo ég treysti henni fullkomlega. Að öðru leyti vil ég ekki blanda mér inn í þessa umræðu," segir Svafa.

Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að skólinn myndi taka mjög afdráttarlaust á málum ef prófessor við skólann yrði dæmdur fyrir ritstuld. Slíkt væri mjög alvarlegt mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×