Innlent

Al Gore í Færeyjum

MYND/AFP

Al Gore, Nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lenti í eilitlum hremmingum á leið sinni frá Kaupmannahöfn til Færeyja í gær en þar heldur hann fyrirlestur á loftlagsráðstefnu í dag.

Eftir því sem fram kemur í færeyskum miðlum kom upp tæknibilun í flugvélinni sem Gore hugðist fljúga með sem varð til þess að honum seinkaði um þrjá tíma. Þurfti að finna aðra vél fyrir flugið. Gore var því ekki kominn til Færeyja fyrr en á tólfta tímanum í gærkvöld.

Þegar þangað var kominn hélt hann rakleiðis á Hótel Færeyjar í Höfnum. Töluverður fjöldi var saman kominn við hótelið til þess berja Nóbelsverðlaunahafann augum en hann mun hafa farið inn bakdyramegin.

Gore heldur í dag fyrirlestur á ráðstefnu í Norðurlandahúsinu í Færeyjum. Hann en heldur síðan til Íslands þar sem hann flytur erindi á vegum Glitnis í Háskólabíói á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×