Innlent

Árásarmaðurinn fjarlægður af lögreglu en birtist aftur seinna með flösku

Vitni að árásinni í 10/11 í nótt, þegar öryggisvörður var sleginn í höfuðið með flösku, segir að árásarmaðurinn hafi verið fjarlægður úr versluninni fyrr um nóttina vegna stympinga við sama öryggisvörð en komið aftur um einum og hálfum klukkutíma síðar og ráðist aftur á sama mann.

"Hann var þarna fyrr um nóttina með eitthvað vesen," segir vitnið um árásarmanninn. "Löggan kom og fjarlægði hann, en um einum og hálfum tíma síðar birtist hann skyndilega aftur og réðst þá á öryggisvörðinn með flösku."

Öryggisvörðurinn liggur á sjúkrahúsi illa haldinn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×