Innlent

Grundvallarbreyting í íslenskum landbúnaði

Nái nýtt frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra um nýja matvælalöggjöf fram að ganga verður leyfilegt að flytja hrátt kjöt inn í landið. Ráðherra segir að þetta yrði grundvallarbreyting í íslenskum landbúnaði

Einar K. Guðfinnsson ræddi stefnu sína og hugmyndir í sjávarútvegs og landbúnaðarmnálum á Laugardagsfundi sem haldinn var í Valhöll í morgun. Í fyrradag lagði hann fram frumvarp um nýja matvælalöggjöf. Með því er tekin upp matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Einar segir þetta frumvarp gjörbreyta íslenskum landbúnaði og hafa mikið að segja fyrir neytendur. Löggjöfin sé neytendavæn sem hafi það markmið að leyfa innflutning á hráu kjöti til landsins.

Í dag er fortakslaust bann við innflutningi á hráu kjöti til landsins. Verði frumvarpið samþykkt verður slíkt leyfilegt.

Einar segir þetta eitt stærsta frumvarp sem landbúnaðarráðuneytið leggur fram á þessu þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×