Erlent

Afganistan rætt á NATO fundi í Búkarest

Þau Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru nú stödd á NATO fundinum í Búkarest.
Þau Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru nú stödd á NATO fundinum í Búkarest.

Aðalumræðuefnið á leiðtogafundi NATO ríkjanna í dag verður liðsafli bandalagsins í Afganistan. Frakkar hafa þegar lýst því yfir að þeir muni senda eina herdeild og Bush Bandaríkjaforseti hefur margítrekað mikilvægi þess að bandalagið nái árangri í landinu.

Þá verður einnig rætt hvernig hægt verði að viðhalda sambandi og samvinnu við Georgíu og Úkraínu en í gærkvöldi var útséð um að löndunum yrði boðin aðild að sambandinu. Frakkar og Þjóðverjar lögðust eindregið gegn því en Bandaríkjamenn hafa hins vegar lagt áherslu á að bjóða þeim aðild.

Háttsettur dilplómat frá Georgíu sagðist óánægður með lyktir málsins og sagði hann ákvörðunina verða túlkaða sem mikinn sigur fyrir Rússa. Þá hefur verið ákveðið að bjóða Albaníu og Króatíu til aðildarviðræðna auk þess sem almennur vilji er fyrir því að bjóða Makedóníu aðild.

Það strandar hins vegar á nafni landsins sem opinberlega heitir Fyrrum Júgóslavneska lýðveldið Makedónía, vegna þess að Grikkir sætta sig ekki við að Makedóníunafið sé notað. Makedónía er einnig hérað í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×