Fótbolti

Fyrrum markvörður Man Utd þjálfaði Árna Gaut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Bailey í leik með Manchester United árið 1985.
Gary Bailey í leik með Manchester United árið 1985.

Árni Gautur Arason hefur hafið æfingar hjá Thanda Royal Zulu í Suður-Afríku en félagið fékk Gary Bailey til að þjálfa markverði félagsins í síðustu viku.

Enginn markvarðarþjálfari hefur verið við störf hjá félaginu og var því Bailey fenginn til að aðstoða í þeim efnum.

Bailey lék í níu ár með Manchester United, frá 1978 til 1987 og lék alls 294 leiki með félaginu. Hann ólst upp í Suður-Afríku og býr þar nú. Hann lék á sínum tíma tvo landsleiki með Englandi en Peter Shilton var aðalmarkvörður Englands á þessum tíma.

„Við höfum lengi verið í sambandi við Gary og hann hjálpaði okkur í nokkra daga. En við erum að leita að einhverjum öðrum til að gegna þessari stöðu til frambúðar," sagði hinn sænski Roger Palmgren, knattspyrnustjóri Thanda.

Deildakeppnin í Suður-Afríku hefst aftur eftir stutt hlé í næstu viku en Thanda mun leika tvo æfingaleiki í þessari viku. Þar mun Árni Gautur væntanlega fá að spreyta sig í fyrsta skiptið með sínu nýja félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×