Erlent

Fyrstu tölur í kosningunum í Zimbabwe birtar

Kjörstjórn í Zimbabwe hefur birt fyrstu opinberu tölurnar úr kosningunum sem fram fóru þar í landi á laugardag.

Tölur hafa verið birtar úr sex kjördæmum og er staðan jöfn á milli flokks Roberts Mugabe forseta landsins og helsta stjórnarandstöðuflokksins sem leiddur er af Morgan Tsvangirai.

Tafir sem orðið hafa á talningu atkvæða hafa komið af stað sögusögnum um kosningasvindl en stjórnin hefur vísað þeim á bug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×