Erlent

Segjast vita hver myrti Politkovskaju

MYND/AFP

Rússnesk yfirvöld segjast vita hver hafi staðið á bak við morðið á rússensku blaðakonunni Önnu Politkovskaju fyrir um einu og hálfu ári. Frá þessu greinir fréttastofa Itar-Tass.

Morðinginn hefur ekki verið nafngreindur en hans er nú leitað að sögn yfirvalda. Politkovskaja var skotin við heimili sitt í Moskvu í október 2006 en hún hafði skrifað fjölmargar gagnrýnar greinar um framgöngu rússneska hersins í Tsjestjeníu. Hafa rússnesk stjórnvöld meðal annars verið sökuð um að hafa staðið á bak við morðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×