Enski boltinn

Didier Drogba er leikmaður 31. umferðar

NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba hjá Chelsea stal senunni um helgina þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Arsenal. Mörk Drogba settu Arsenal út af sporinu í titilbaráttunni en skutu Chelsea í annað sætið.

Smelltu hér til að sjá myndbrot af tilþrifum leikmanns umferðarinnar, Didier Drogba.

Smelltu hér til að sjá myndband með liði vikunnar, brot úr leikjum og helstu tilþrifin á VefTV hér á Vísi.

Útlitið var hreint ekki gott hjá Chelsea eftir að Bakari Sagna hafði komið Arsenal yfir í leiknum á 59. mínútu og um tíma leit út fyrir fyrsta tap Chelsea á heimavelli í háa herrans tíð.

Drogba jafnaði hinsvegar metin eftir sendingu frá Frank Lampard og tryggði svo liði sínu sigur þegar hann var réttur maður á réttum stað á 82. mínútu.

"Didier sýndi þarna sínar bestu hliðar og tveir af betri miðvörðum heimsins réðu ekkert við hann. Þegar hann spilar svona, er hann með allan pakkann," sagði Frank Lampard félagi hans hjá Chelsea.

Nafn: Didier Yves Drogba Tébily

Fæddur: 11. mars 1978 á Fílabeinsströndinni

Lið: Le Mans, Guingamp, Marseille og Chelsea

Númer: 11




Fleiri fréttir

Sjá meira


×