Enski boltinn

Vonlítið hjá Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl í leik með Burnley.
Jóhannes Karl í leik með Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Burnley á nú mjög litla von um að komast í umspil ensku B-deildarinnar um laust sæti í úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði fyrir Preston í dag, 2-1.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður og lék síðustu sautján mínúturnar í leiknum.

Burnley er í ellefta sæti deildarinnar en liðin í 3.-6. sæti taka þátt í umspilinu um laust sæti í efstu deild á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×