Íslenski boltinn

KR skoðar danskan miðjumann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.

KR-ingar eru í leit að liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Landsbankadeild karla og á stuðningsmannasíðu liðsins, krreykjavik.is, er sagt að í sigtinu sé danskur miðjumaður.

Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, var staddur í Danmörku að skoða leikmanninn. Þrír miðjumenn frá því í fyrra eru hættir hjá liðinu en það eru Ágúst Gylfason, Bjarnólfur Lárusson og Rúnar Kristinsson.

Það er því ljóst að liðið þarf á miðjumanni að halda en málið með þennan danska leikmann er þó allt á byrjunarreit.

Þá er það að frétta úr herbúðum KR að varnarmaðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason er farinn til Stjörnunnar sem leikur í 1. deild. Tryggvi er uppalinn hjá KR en hefur einnig leikið með ÍBV í efstu deild. Samningur hans við Vesturbæjarliðið rann út um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×