Enski boltinn

Samningur í augsýn hjá Mascherano

Nordic Photos / Getty Images

Javier Mascherano hjá Liverpool segir að nú styttist í að hann geti gengið formlega í raðir liðsins þar sem hann er enn á lánssamningi eftir að hafa aldrei náð að festa sig í sessi hjá West Ham.

Lánssamningurinn rennur út í lok tímabilsins en hann gekk í raðir Liverpool fyrir rúmu ári. Mascherano er vongóður um að ganga frá samningi við Liverpool fljótlega.

"Við erum að ná samningum og það er ekki ólíklegt að við náum að ganga frá þessu í næstu viku eða vikunni þar á eftir. Það eru engin vandamál með kaupverðið eða samninginn sjálfan, þetta er bara spurning um að ganga frá pappírum. Ég hef alltaf sagt að ég vildi vera hjá Liverpool og það verður besta augnablikið á ferlinum þegar ég loksins geng frá framtíð minni," sagði Mascherano í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×