Enski boltinn

Gerrard: Evróputitill yrði ekki næg sárabót

Nordic Photos / Getty Images

Steven Gerrard segir að þó Liverpool tækist að vinna sigur í Meistaradeildinni í sumar, yrði það ekki næg sárabót fyrir vonbrigðin sem liðið hefur valdið í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar og virðist úr leik í baráttunni um titilinn þrátt fyrir frábæra byrjun í sumar og haust. Liðið er nú í harðri baráttu um fjórða og síðasta sætið sem gefur sæti í forkeppni Meistaradeildar við lið eins og granna sína í Everton, Aston Villa, Portsmouth og Manchester City.

"Það minnsta sem við getum gert úr þessu er að ná fjórða sætinu, en við höfðum miklu meiri metnað en það. Eina sárabótin yrði sigur í Meistaradeildinni, en ekki einu sinni það yrði nóg til að bæta fyrir árangur okkar í deildinni verð ég að segja," sagði fyrirliðinn í samtali við tímarit félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×