Enski boltinn

Sjálfsmark tryggði Middlesbrough sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stewart Downing í baráttu við Derek Geary í leiknum í kvöld.
Stewart Downing í baráttu við Derek Geary í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Middlesbrough varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sig inn í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar með 1-0 sigri á Sheffield United í framlengdum leik.

Paddy Kenny, markvörður Sheffield United, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í síðari hálfleik framlengingunnar og tryggja þar með sigur Boro.

Mido átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni Sheffield, fór yfir Kenny í markinu og í stöngina. Boltinn rúllaði fyrir mitt markið þar sem Kenny sló hann í eigið mark.

Þetta var síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitunum en þeirri fyrri lauk með markalausu jafntefli.

Middlesbrough mætir nú enska B-deildarliðinu Cardiff í fjórðungsúrslitum sem fara fram dagana 8. og 9. mars næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×