Enski boltinn

Óvænt tap hjá Stoke

Elvar Geir Magnússon skrifar
Richard Chaplow fagnar öðru af mörkum sínum gegn Stoke í kvöld. NordicPhotos/Getty
Richard Chaplow fagnar öðru af mörkum sínum gegn Stoke í kvöld. NordicPhotos/Getty

Þrír leikir voru í ensku 1. deildinni í kvöld. Athyglisverðustu úrslitin voru 2-0 sigur Preston á toppliði Stoke City en með sigrinum komst Preston úr fallsæti í deildinni. Richard Chaplow var hetja liðsins og skoraði bæði mörkin í kvöld.

Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Coventry en fór af velli í seinni hálfleik. Þá gerðu Liverpool-banarnir í Barnsley markalaust jafntefli gegn QPR.

Stoke er með 62 stig, aðeins stigi á undan Bristol City sem kemur í öðru sæti og á þar að auki leik til góða. Watford kemur síðan í þriðja sæti en tvö efstu sæti deildarinnar gefa beint sæti í úrvalsdeild.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×