Enski boltinn

Wenger dregur ummælin til baka

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur dregið ummæli sín um Martin Taylor leikmann Birmingham til baka. Wenger sagði upphaflega að Taylor ætti aldrei að fara inn á fótboltavöll aftur.

,,Ég viðurkenni það að ummæli mín um Martin Taylor voru of harkaleg. Ég var mjög heitur þegar ég sagði þetta," sagði Wenger í dag.

Taylor tæklaði Eduardo da Silva, leikmann Arsenal, í viðureign Birmingham og Arsenal í gær með þeim afleiðingum að Eduardo fótbrotnaði illa og verður frá í langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×