Enski boltinn

Miðar kosta allt að 200 þúsund krónum

AFP

Þeir sem vilja fá góð sæti á úrslitaleik Tottenham og Chelsea í deildarbikarnum á Wembley á sunnudaginn verða að vera tilbúnir að opna budduna.

Þannig ganga dýrustu miðarnir nú kaupum og sölum á netinu fyrir allt að 200,000 krónur, en hér er um að ræða miða í lúxussvítur á Wembley sem upphaflega voru hugsaðir handa stuðningsaðilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×