Enski boltinn

Chelsea ætlar ekki að bjóða í Ronaldinho

Nordic Photos / Getty Images

Stjórnarformaður Chelsea segir félagið ekki ætla að reyna að klófesta Brasilíumanninn Ronaldinho frá Barcelona í sumar, en viðurkennir að það hafi um tíma komið til greina.

"Ronaldinho? Nei, ég sé hann ekki koma hingað á næsta tímabili. Það hefur verið slúðrað mikið um það og allt hefði geta gerst, en ég sé það ekki gerast í framtíðinni," sagði Bruce Buck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×