Enski boltinn

Gascoigne í haldi lögreglu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Gascoigne.
Paul Gascoigne. Nordic Photos / Getty Images

Paul Gascoigne er nú í haldi lögreglu í Bretlandi eftir að hann var handtekinn á hóteli í Newcastle þar sem hegðun hans þótti undarleg.

Lögreglan handtók hann eins og henni er heimilt að gera þegar grunur leikur um að viðkomandi er haldinn geðveilu.

Gascoigne flutti sig um hótel eftir að hann var beðinn um að yfirgefa fyrra hótelið eftir að atvik kom þar upp. Hann var svo fluttur friðsamlega burt af nýja hótelinu í gær af lögreglu.

Gascoigne hefur átt við heilsuvandamál að stríða undanfarin ár auk þess sem hann hefur barist við áfengissýki.

Hann er nú í haldi lögreglu þar sem honum er veitt viðeigandi aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×