Enski boltinn

Gill sagður muni mótmæla útrásinni

Nordic Photos / Getty Images

Enska knattspyrnusambandið mun á morgun funda með forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar þar sem útrás deildarinnar verður efst á baugi og rætt verður um 39. leikinn sem spilaður yrði á erlendri grundu.

Fregnir herma að David Gill, stjórnarformaður Manchester United, muni þar andmæla tillögunni, en hann situr í stjórn enska knattspyrnusambandsins. Nokkur svartsýni hefur gripið um sig meðal enskra síðan þessi tillaga kom fyrst upp á borðið og hafa hörð viðbrögð manna eins og Sepp Blatter og Michael Platini haft sitt að segja í því sambandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×