Enski boltinn

ESB stöðvar leikmannakvóta Blatter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / Getty Images
Talsmaður Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins (FE) segir að áætlun Sepp Blatter, forseta FIFA, um takmörkun erlendra leikmanna í knattspyrnuliðum Evrópu.

Tillaga Blatter gekk út á að ekki væri leyfilegt að nota fleiri en fimm erlenda leikmenn í byrjunarliðum evrópskra félaga.

„Ef FIFA setur þessa reglu í löndum Evrópusambandsins myndi það stangast á við lög sambandsins," sagði talsmaður FE.

„Framkvæmdarstjórnin er ekki að skoða þann möguleika að breyta nokkru sem gerði FIFA kleift að hrinda hugmyndinni í verk. FIFA er meðvitað um þá staðreynd."

Talsmaður FIFA vildi ekkert tjá sig um ummæli FE en talið er að Blatter muni engu að síður leggja hugmynd sína fyrir ársþing FIFA sem verður í Sydney dagana 29. og 30. maí næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×