Enski boltinn

Avram Grant hótað lífláti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea.
Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Avram Grant var hótað lífláti er pakki sem innihélt dularfullt duft var sendur á æfingasvæði Chelsea.

Grant, sem er knattspyrnustjóri Chelsea, opnaði ekki pakkann heldur starfsmaður félagsins. Æfingasvæðinu var lokað og það innsiglað eftir að pakkinn var opnaður.

Í pakkanum var bréf til Grant þar sem mikið gyðingahatur kom fram en Grant er frá Ísrael. Í bréfinu var sagt að duftið væri banvænt.

„Þegar þú opnar þetta bréf muntu deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga," stendur í bréfinu eftir því sem kemur fram á fréttavef BBC.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×