Enski boltinn

Útrásin enn möguleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Richard Scudamore, framkvæmdarstjóri ensku úrvalsdeildarinnar.
Richard Scudamore, framkvæmdarstjóri ensku úrvalsdeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images
Richard Scudamore, framkvæmdarstjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að hugmyndir deildarinnar um að bæta við einni umferð við tímabilið gæti enn orðið að veruleika þrátt fyrir að henni hefur ekki verið vel tekið.

Hugmyndin er sú að leikirnir í aukaumferðinni færu fram í fimm borgum víðs vegar um heiminn.

Scudamore sagði að hugmyndin væri enn á byrjunarstigi og að tillagan yrði unnin í samvinnu við enska knattspyrnusambandið og Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA.

Trisman lávarður, formaður enska knattspyrnusambandsins, sagði að það þyrfti enn að ræða margvísleg atriði en að sambandið myndi alltaf taka vel í nýjar hugmyndir.

En Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa sagt hugmyndina fáránlega og margir aðrir framamenn í knattpyrnuheiminum hafa tekið í svipaðan streng.

Scudamore sagði hins vegar að það væri ekki óeðlilegt að taka sér eitt ár til að ráðfæra sig við hinar ýmsu stofnanir innan knattspyrnuhreyfingarinnar varðandi þetta mál.

„Auðvitað munum við ekki fara með þetta mál lengra ef þetta fær ekki einhvers konar samþykki frá FIFA. Það verða allir aðilar að vera sáttir við um næsta skref. Við höfum fram í janúar 2009 til að semja tillögur og ætlum að ráðfæra okkur við aðila víða um heim."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×