Enski boltinn

Real enn ríkast - United í öðru sæti

Real Madrid er enn ríkasta félagslið heims að mati Deloitte
Real Madrid er enn ríkasta félagslið heims að mati Deloitte Nordic Photos / Getty Images

Real Madrid er enn í toppsætinu yfir ríkustu knattspyrnufélög heims samkvæmt nýlegri úttekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Ensku félögin hafa heldur betur tekið stökk á listanum og verma nú þrjú af fimm efstu sætunum.

Manchester United stekkur upp um tvö sæti á listanum og er í öðru sæti í "Peningadeildinni í knattspyrnuheiminum." Barcelona fellur úr öðru sæti í það þriðja, Chelsea er í fjórða og Arsenal í fimmta sæti. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þrjú félög frá sama landi eru á topp fimm.

Real Madrid hagnaðist mikið á síðasta tímabili í kjölfar Spánarmeistaratitilsins og jukust tekjur þess um 20%. Tekjur félagsins voru 34,5 milljarðar króna á síðasta tímabili, talsvert meiri en hjá Manchester United sem rakaði inn - tæpum 31 milljarði króna.

Auknar tekjur United í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga á Englandi jukust til muna og því er spáð að United muni heldur færast nær Real Madrid á næstu misserum vegna þessa.

Af liðunum á topp 20 yfir ríkustu félögin voru sex frá Englandi, fjögur frá bæði Spáni og Þýskalandi, þrjú frá Spáni, tvö frá Frakklandi og eitt frá Skotlandi. Þá eru nokkur félög frá Englandi á barmi þess að brjótast inn á topp 20 listann, en það eru félög eins og Aston Villa, West Ham, Manchester City og Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×