Enski boltinn

Scudamore: Öll félögin styðja útrásina

Nordic Photos / Getty Images

Richard Scudamore, yfirmaður ensku úrvalsdeildarinnar, fullyrðir í samtali við Sky að úrvalsdeildin njóti stuðnings allra 20 félaganna í deildinni þegar kemur að fyrirhugaðri útrás leiktíðina 2010/11. Þá stendur til að bæta við einum leik á hvert lið sem spilaður yrði á erlendri grundu.

Þessi ummæli Scudamore eru nokkuð á skjön við það sem knattspyrnustjórar á Englandi hafa látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, þar sem Sir Alex Ferguson hjá Manchester United hefur verið hvað reiðastur yfir þessum áformum. Hann segir ótækt að svona lagað sé ákveðið án þess að ræða fyrst við stjóra liðanna.

"Ég er með bein í nefinu og vissi að þetta yrði ekki auðvelt þegar ég tók við," sagði Scudamore í samtali við Sky. "Ég er í vinnu fyrir öll 20 liðin í dieldinni og ég hef stuðning þeirra allra til að kanna þessa tillögu. Það hefur borið á því í fjölmiðlum að menn séu ósáttir við þetta, en það eru allir á sömu blaðsíðu í þessu máli," sagði Scudamore.

Sky segir að menn eins og Randy Lerner, eigandi Aston Villa, sé eindregið á móti tillögunni um að spila leiki í úrvalsdeildinni á erlendri grundu og þá ku eigandi Wigan vera á báðum áttum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×