Enski boltinn

Sektaður um milljón fyrir að senda sms

Athugið að hvert sms kostar eina milljón króna
Athugið að hvert sms kostar eina milljón króna Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga er ekki sá eini sem er farinn að taka hart á símanotkun leikmanna þegar þeir eru við æfingar. Sir Alex Ferguson er sagður hafa sektað Cristiano Ronaldo um milljón á dögunum þegar hann laumaðist til að senda sms á æfingu.

Öll símanotkun er bönnuð á æfingasvæði Manchester United en búnaði hefur verið komið fyrir á æfingasvæðinu sem gerir starfsfólki kleift að ná í leikmenn í síma í hvelli ef eitthvað alvarlegt kemur upp á.

Símanotkun er með öllu bönnuð á æfingasvæði United og heimildamaður The Sun segir að slíkt sé líka óvinsælt í rútu liðsins þegar það er á leið í leiki í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×