Enski boltinn

Carew er leikmaður 26. umferðar

John Carew fagnar einu marka sinna gegn Newcastle
John Carew fagnar einu marka sinna gegn Newcastle Nordic Photos / Getty Images

Norðmaðurinn John Carew stal senunni um helgina þegar hann skoraði þrennu í 4-1 útisigri Aston Villa á lánlausu liði Newcastle.

Smelltu hér til að sjá myndsyrpu af leikmanni 26. umferðar, John Carew. 

Vonir Kevin Keegan um sinn fyrsta sigur með Newcastle hafa líklega glæðst til muna þegar menn hans gengu til hálfleiks með 1-0 forystu í leiknum, en Norðmaðurinn stóri sá til þess að nú er Newcastle farið að sogast æ nær fallsvæðinu.

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, var að vonum ánægður með frammistöðu framherja síns eftir leikinn, en Carew hafði ekki gengið nógu vel að skora fyrir Villa í vetur.

"Hann er frábær leikmaður og þetta var góður sigur fyrir okkur af því við viljum ná nauðsynlegum stöðugleika til að láta almennilega finna fyrir okkur í deildinni," sagði O´Neill.

Þetta var fyrsta þrenna Norðmannsins fyrir Aston Villa og nægði hún til að koma liðinu í sjötta sæti deildarinnar.

"Við erum í góðri stöðu og við erum í góðum málum ef mannskapurinn helst áfram heill," sagði Carew sem skoraði þarna sitt níunda mark í deildinni. Þriðja markið hans kom úr vítaspyrnu, en vítaskyttan Gareth Barry heimtaði að Carew tæki vítið til að ná þrennunni. 

Nafn: John Alieu Carew 

Fæddur: 5. september 1979 í Lörenskog í Noregi

Félög: Valerenga, Rosenborg, Valencia, Roma (lánsmaður), Besiktas, Lyon og Aston Villa.

Númer: 10 

Lið 26 umferðar í ensku úrvalsdeildinni:

Mark:

David James, Portsmouth.

Vörn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth

David Dunne, Man City

Phil Jagielka, Everton

Younes Kaboul, Tottenham

Miðja:

Daryl Murphy, Sunderland

Dickson Etuhu, Sunderland

Freddie Ljungberg, West Ham 

Sókn:

Benjani, Man City

John Carew, Aston Villa

Jeremy Aliadiere, Middlesbrough 

Smelltu hér til að sjá myndband af liði umferðarinnar 

 

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×