Enski boltinn

Andy Cole með þrennu fyrir Burnley

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andy Cole var á skotskónum í kvöld.
Andy Cole var á skotskónum í kvöld.

Andy Cole fór á kostum með Burnley í ensku 1. deildinni í kvöld. Hann skoraði þrennu fyrir liðið þegar það vann 4-2 sigur á QPR á útivelli. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley.

Cole er hjá Burnley á lánssamningi frá Sunderland.

Watford er með eins stigs forystu í deildinni en liðið vann Leicester í kvöld 1-0. Watford hefur 58 stig en í öðru sætinu er Bristol City með 57 stig. Stoke er með 56 stig í þriðja sætinu og West Brom stigi á eftir þeim.

Það er því ansi þéttur pakki í toppbaráttu deildarinnar. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins í 1. deildinni.

Scunthorpe U. 0 - 1 Bristol C.

Blackpool 0 - 0 Wolverhampton W.

Colchester U. 2 - 1 Preston North End

Coventry C. 0 - 0 Cardiff C.

Norwich C. 1 - 1 Hull C.

Plymouth Argyle 3 - 0 Barnsley

Sheffield W. 0 - 0 Charlton Athletic

Stoke C. 3 - 2 Southampton

Watford 1 - 0 Leicester C.

West Bromwich A. 0 - 0 Sheffield U.

Crystal Palace 0 - 1 Ipswich T.

Queens Park R. 2 - 4 Burnley




Fleiri fréttir

Sjá meira


×