Enski boltinn

McFadden sér ekki eftir neinu

Elvar Geir Magn skrifar
McFadden leikur ekki lengur í búningi Everton.
McFadden leikur ekki lengur í búningi Everton.

James McFadden, nýjasti liðsmaður Birmingham, sér ekki eftir því að hafa yfirgefið Everton til að berjast í fallbaráttu á St. Andrews. McFadden skoraði mark Birmingham í 1-1 jafntefli gegn West Ham um helgina.

Birmingham komst upp úr fallsæti en hefur þó aðeins betri markatölu en Reading. „Ég fór úr baráttu um Meistaradeildarsæti yfir í baráttu um að bjarga liði frá falli," sagði McFadden.

„Ég vil þó frekar vera í fallbaráttu um hverja helgi en spila bara hluta af leikjum með Everton. Ég lít á Birmingham sem lið sem á mikla möguleika og getur komið sterkt til leiks næsta tímabil," sagði McFadden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×