Enski boltinn

Arsenal vann Blackburn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Philippe Senderos kom Arsenal yfir.
Philippe Senderos kom Arsenal yfir.

Arsenal er komið með fimm stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Blackburn í kvöld. Philippe Senderos og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin.

Úrslit helgarinnar voru svo sannarlega Arsenal í hag en Manchester United og Chelsea töpuðu bæði stigum.

Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti í kvöld Philippe Senderos skoraði fyrra markið með skalla eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu. Mathieu Flamini nálægt því að bæta við marki stuttu síðar. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn komst Blackburn betur inn í leikinn en Benny McCarthy fékk besta færi þeirra.

Alexander Hleb átti skot í stöngina á marki Blackburn snemma í seinni hálfleiknum. Brad Friedel varði nokkrum sinnum mjög vel og hélt Blackburn í leiknum. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan sigurinn með laglegu marki í uppbótartíma.

Nú verður gert hlé á keppni í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal leikur um næstu helgi gegn Manchester United í bikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×