Enski boltinn

United fylgist með Quagliarella

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fabio Quagliarella.
Fabio Quagliarella.

Fabio Quagliarella, sóknarmaður Udinese á Ítalíu, segir að það yrði draumur að spila fyrir Manchester United. Englandsmeistararnir hafa sent njósnara sína á fjölda leikja í vetur til að fylgjast með Quagliarella.

Þessi 25 ára leikmaður er einn athyglisverðasti sóknarmaður í Evrópu í dag eftir að hafa slegið í gegn síðasta ár. Stærri lið á Ítalíu og lið á Spáni hafa einnig áhuga á honum.

Quagliarella segist þó ánægður hjá Udinese sem stendur þó hugur hans leiti til stærri liðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×